A landslið karla | Í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Suður Kóreu

Dregið var í riðla fyrir HM 2023 sem haldið verður í Póllandi og Svíþjóð í dag. Strákarnir okkar leika í D-riðli mótsins og verður hann leikinn í Kristianstad í Svíþjóð.  Með Íslandi í riðli verða Portúgal, Ungverjaland og Suður Kórea.

Leikjadagskrá Íslands í D-riðli er eftirfarandi:

12. janúar Ísland – Portúgal
14. janúar Ísland – Ungverjaland
16. janúar Ísland – Suður Kórea

Icelandair hefur í tilefni af drættinum í dag ákveðið að bjóða 15% afslátt af flugi milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar á ferðatímabilinu 10. – 18. Janúar. Tilboð Icelandair gildir til til miðnættis 5. júlí og er hægt að sjá nánari upplýsingar á tenglinum hér að neðan.
https://www.icelandair.com/is/flug/kynning/hm-karla-handbolta-2023/

Miðasala HSÍ fyrir HM 2023 hefst á mánudaginn kl. 14:00 og verður hún í gegnum netverslun HSÍ.