Laust eftir hádegi í dag kom það í ljós hvaða 19 leikmenn hafa verið valdir til þess að taka þátt í undirbúningi fyrir tvo leiki í undankeppni EM 2020 sem fram fara 24. og 28. október næstkomandi.

Guðmundur Þ. Guðmundsson kynnti hópinn á blaðamannafundi í Arion banka en strákarnir koma saman til æfinga mánudaginn 22. október og spila svo við Grikki í Laugardalshöll miðvikudaginn 24. og gegn Tyrkjum ytra 28. október. 

Við hvetjum alla til að tryggja sér miða tímanlega því það hefur verið uppselt á síðustu tvo landsleiki hjá strákunum okkar og mikil stemning skapast í kringum liðið sem kom sannarlega í ljós á síðasta heimaleik liðsins gegn Litháen í júní.


Ísland – Grikkland miðvikudaginn 24. október kl. 19.45.


Miðasala er hafin hér.

Hér má sjá hópinn:

ÁFRAM ÍSLAND!