Það er skammt stórra högga á milli hjá karlalandsliðinu í handbolta. Eftir frábæran sigur gegn Tékkum í gærkvöldi bíður tæplega sólarhrings ferðalag Strákana Okkar til Úkraínu. Liðið hélt áleiðis í morgun til Frankfurt þaðan sem liðið flýgur til Kiev í Úkraínu. Þegar þangað er komið tekur við fimm klukkustunda rútuferð til Sumy þar sem strákarnir leika gegn heimamönnum á laugardaginn klukkan 16.00 að íslenskum tíma. Leikurinn verður að sjálfssögðu sýndur beint á RÚV.
                 

Leikmannahópur Íslands er óbreyttur en Janus Daði Smárason ferðast með liðinu til Úkraínu þar sem Gunnar Steinn Jónsson glímir við smávægileg meiðsli.

Hópurinn er því eftirfarandi:


Markmenn:

Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club

Grétar Ari Guðjónsson, Haukar


Aðrir leikmenn:


Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad

Arnór Atlason, Aalborg Handball

Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club

Aron Pálmarsson, MKB Veszprém

Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin

Bjarki Már Gunnarsson, EHV Aue

Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Necker Löwen

Guðmundur Hólmar Helgason, Cesson Rennes

Gunnar Steinn Jónsson, IFK Kristianstad

Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV

Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad

Ómar Ingi Magnússon, Aarhus Håndbold

Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf

Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV

Janus Daði Smárason, Haukar





Að auki ferðast með liðinu:

Geir Sveinsson, þjálfari

Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfari

Brynjólfur Jónsson, læknir

Elís Þór Rafnsson, sjúkraþjálfari

Guðni Jónsson, fararstjóri

Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri