Fyrr í dag var dregið um hvaða þjóðir mætast í umspili um laust sæti á HM 2019.

Eftir dráttinn, sem fram fór í Zagreb, er nú ljóst að Ísland mætir Litháen og verður leikið heima og að heiman. Nákvæmar tímasetningar verða auglýstar síðar en viðureignirnar munu fara fram á tímabilinu 8. til 14. júní. Ísland hefur leik á útivelli og á því heimaleik í seinni leiknum. 

Sigurvegarinn úr þessum viðureignum fær sæti á HM 2019 sem fram fer í janúar í Þýskalandi og Danmörku. Er því um gríðarlega mikilvæga leiki að ræða hjá strákunum okkar.

Aðrar viðureignir:

Serbía – Portúgal

Tékkland – Rússland

Slóvenía – Ungverjaland

Hvíta Rússland – Austurríki

Makedónía – Rúmenía

Holland – Spánn/Svíþjóð

Noregur – Bosnía/Sviss

Króatía – Svartfjallaland