A landslið karla tapaði í dag gegn Slóveniu 26-25 í hörkuleik í Metz.

Staðan í hálfleik var 11-8 Slóvenum í vil.

Leikurinn var í járnum nánast allan tímann og sýndi íslenska liðið frábæra baráttu og kraft en heppnin reyndist Slóvenum hliðhollari á lokametrunum.

Margt jákvætt var í spilamennst íslenska liðsins í dag og studdir af frábærum áhorfendum komumst við nærri sigri.

Næsti leikur liðsins er á morgun kl.13.45 þegar strákarnir mæta Túnis og er leikur sýndur beint á RÚV.