A landslið karla | Grátlegt tap gegn Króötum

Strákarnir okkar mættu Króötum í þriðja leik milliriðls á EM í Búdapest fyrr í dag. Fyrir leikinn var vitað að sigur í þessum leik myndi fara langt með að tryggja sæti í undanúrslitum.

Leikurinn fór afar rólega af stað þar sem markverðir liðanna voru í aðalhlutverki en í stöðunni 5-4 eftir 15 mínútur rönkuðu okkar menn við sér og skoruðu 4 mörk í röð. En Króatar höfðu ekki lagt árar í bát og minnkuðu muninn í tvö mörk fyrir lok fyrri hálfleik, staðan 12-10.
Í upphafi síðari hálfleiks fór allt í baklás og á sama tíma gekk króatíska liðið á lagið og náði 5 marka forystu, 19-14. En þá tók Guðmundur Guðmundsson leikhlé og bætti aukamanni í sóknina, á nokkrum mínútum náði íslenska liðið að minnka muninn og þegar 5 mínútur voru eftir komst íslenska liðið yfir á nýjan leik. En allt kom fyrir ekki, Króatar skoruðu seinustu 2 mörkin og höfðu sigur í þessum ótrúlega kaflaskipta leik. Lokatölur í Búdapest 22-23 fyrir Króata.

Markaskorar Íslands:
Orri Þorkelsson 6, Ómar Ingi Magnússon 5, Sigvaldi Björn Guðjónsson 5, Elvar Ásgeirsson 4, Elliði Snær Viðarsson 1 og Ýmir Örn Gíslason 1.

Viktor Gísli Hallgrímsson varði 10 skot í leiknum.

Það er því ljóst að úrslitin í milliriðlinum ráðast ekki fyrr en á miðvikudag þegar lokaumferðin fer fram. Þá mæta strákarnir okkar Svartfjallalandi, leikurinn hefst kl. 14.30 en EM stofan á RÚV hefst kl. 14.00.