A landslið karla vann góðan þriggja marka sigur á Pólverjum í dag á Gjensedige Cup í Elverum í Noregi.

Íslenska liðið tók strax frumkvæði í leiknum og hafði 1-2 marka forystu allan fyrri hálfleikinn. Góður varnarleikur skilaði liðinu eins marks forystu í hálfleik, 13-12.

Strákarnir okkar hófu síðari hálfleikinn af krafti og náðu fljótlega 3-4 marka forystu. Þá forystu létu strákarnir ekki af hendi og lönduðu góðum þriggja marka sigri, 24-21.

Á sunnudaginn fer fram lokaumferð mótsins en þá mætir strákarnir okkar Svíum kl. 13.30.

Mörk Íslands í leiknum:

Ómar Ingi Magnússon 7, Tandri Már Konráðsson 5, Ólafur Guðmundsson 2, Sigvaldi Guðjónsson 2, Gunnar Steinn Jónsson 2, Arnar Freyr Arnarsson 2, Geir Guðmundsson 1, Arnar Freyr Ársælsson 1, Atli Ævar Ingólfsson 1, Vignir Stefánsson 1.

Ágúst Elí Björgvinsson varði 9 skot í leiknum og Stephen Nielsen varði 4.