A landslið karla sigraði í kvöld Angóla 33-19 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 16-8.

Sigur Íslands var nokkuð auðveldur og var aldrei í hættu.

Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu 8 mörk, Arnór Þór Gunnarsson skorði 7 og Bjarki Már Elíasson var með 6.

Björgvin Páll Gústavsson varði 17 bolta í markinu og var valinn maður leiksins.

Næsti leikur er á móti Makedóníu og er það úrslitaleikur fyrir íslenska liðið. Hann er á fimmtudaginn og hefst kl.16.45.