A landslið karla | Fyrsta æfing og fjölmiðlahittingur

Strákarnir okkar æfðu í dag í Vasas SC æfingahöll B-riðils hér í Búdapest. Höllinn er öll sú glæsilegasta og æfðu strákarnir vel í dag enda einungis tveir dagar í fyrsta leik þeirra á EM en það er gegn Portúgal á föstudaginn kl. 19:30. Íslensku fjölmiðlarnir fengu að kíkja í stutta heimsókn á liðshótelið í dag og voru það fjórir leikmenn hópsins ásamt Guðmundi sem ræddu við fjölmiðlana okkar.

Á morgun æfir liðið í fyrsta skiptið í hinni nýju og glæsilegu keppnishöll þeirra Ungverja.