A landslið karla | Fréttir af strákunum okkar!

Það er komið kvöld hér í Búdapest og strákarnir okkar að koma komnir í ró. Nóg hefur verið að gera í dag hjá strákunum, tveir myndbandsfundir, æfing og svo samtöl með fjölmiðlum. Að auki var nóg að gera hjá sjúkraþjálfurum liðsins þeim Ella og Jónda sem sjá til þess að strákarnir verða klárir í slaginn.

Framundan á morgun er stórleikur gegn Ungverjum. Uppselt er á leikinn og tekur höllin rúmlega 20.000 áhorfendur í sæti og má því búast við mikilli og góðri stemningu.

Strákrnir eru gríðarlega einbeittir og staðráðnir í að ná í sigur á morgun.

Áfram Ísland!