A landslið karla | Formlegur undirbúningur HM hafinn

Íslenska karlalandsliðið kom saman í dag og hóf undirbúning fyrir HM nú í janúar 🤾‍♂️

Liðið æfir næstu daga í Safamýri en á föstudagsmorgun leggur það af stað til Þýskalands og spilar þar tvo æfingaleiki áður en haldið er til Kristianstad í Svíþjóð.

Mikil stemning er í hópnum og tilhlökkun fyrir HM leynir sér ekki 🙏🏻🇮🇸