Ísland tapaði í dag fyrir Hvít Rússum 39-38 í öðrum leik liðsins á EM í Póllandi. Staðan í hálfleik var 18-17 Ísland í vil.

Eins og tölurnar bera með sér var lítið um vörn og markvörslu í leiknum og leikurinn var í járnum nánast frá upphafi. Hvít Rússar reyndust þó sterkari í lokin og lönduðu sigri.

Lokaleikur Íslands í riðlinum er á þriðjudaginn þegar liðið mætir Króötum kl.19.30.

Við minnum á HSÍ á samfélagsmiðlum en þar má finna umfjöllun og myndir frá leikjunum.

HSÍ á Facebook

Strákarnir okkar á Facebook

HSÍ á instagram

HSÍ á Twitter