Í gær kom í ljós að íslenska liðið verður í efri styrkleikaflokki og mun því dragast á móti liði úr þeim neðri.

Leikirnir fara fram í júní þar sem strákarnir okkar munu mæta því liði sem þeir dragast á móti í tveimur leikjum, heima og að heiman.

Mögulegir mótherjar Íslands eru:

Austurríki, Bosnía, Holland, Litháen, Portúgal, Rúmenía, Rússland, Svartfjallaland, Ungverjaland.