A landslið karla | Dregið í dag í riðlakeppni HM 2023

Dregið verður í dag í riðla fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi 11. – 29. janúar á næsta ári. Strákarnir okkar munu leika í D-riðli og verður riðilinn þeirra leikinn í Kristianstad í Svíþjóð. Leikir liðsins í riðlakeppninni verða leiknir 12., 14. og 16. janúar nk.

Ísland er í fyrsta styrkleikaflokki í drættinum í dag en skiptin þeirra 32 landsliða sem taka þátt í HM 2023 er eftirfarandi:

1. styrkleikaflokkur:

Ísland, Danmörk, Spánn, Svíþjóð, Frakkland, Noregur, Þýskaland, Afríkuþjóð 1.

2. styrkleikaflokkur:
Norður Makedónía, Svartfjallaland, Pólland, Portúgal, Brasilía, Króatía, Katar og Belgía

3. styrkleikaflokkur:
Chile, Barein, Afríkuþjóð 2, Afríkuþjóð 3, Argentína, Serbía, Ungverjaland og Saudi Arabía.

4. styrkleikaflokkur:
Holland, Slóvenía, Suður Kórea, Bandaríkin, Íran, Afríkuþjóð 4, Afríkuþjóð 5 og Úrúgvæ.

Drátturinn hefst kl. 15:00 og er hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu á youtube rás IFH á eftirfarandi slóð: https://www.youtube.com/watch?v=iYFD_lK5f4g

Handbolti.is birti í morgun góða umfjöllun um dráttinn sem lesa má hér https://www.handbolti.is/hverjum-maeta-islendingar-a-hm/. Handbolti.is verður með beina textalýsingu frá drættinum í dag.