Ísland sigraði Noreg 26-25 í fyrsta leik sínum á EM í Póllandi. Staðan í hálfleik var 11-10 Norðmönnum í vil.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og fengu Norðmenn möguleika að jafna í lokin en Björgvin Páll varði skot á síðustu sekúndu.

Aron Pálmarsson var valinn maður leiksins en hann átti frábæran leik.

Nánari umfjöllun um leikinn má finna á heimasíðu helstu fjölmiðla sem og á samfélagsmiðlum HSÍ.