Strákarnir okkar eru mættir til Danmerkur þar sem þeir mæta Egyptum í dag kl. 17.00. Leikið er í Álaborg og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á RÚV.

Þetta er fyrsti leikur liðsins á Bygma Cup, en mótið er hluti af lokaundirbúningi liðsins fyrir HM sem hefst í Frakklandi 12. janúar. 

Leikplan íslenska liðsins á Bygma Cup:

Fim. 5. jan.
17:00
Álaborg
Ísland – Egyptaland        RÚV

Fös. 6. jan.
17:00
Skjern
Ungverjaland – Ísland    RÚV

Sun. 8. jan.
19:15
Árhús
Danmörk – Ísland            RÚV2