Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur gert tvær breytingar á leikmannahópi Íslands sem mætir Litháen í Laugardalshöll 4. nóvember nk.

Ólafur Guðmundsson hefur dregið sig úr hópnum vegna meiðsla og Arnór Þór Gunnarsson á ekki heimangengt af persónulegum ástæðum. Í stað þeirra koma í hópinn Magnús Óli Magnússon (Valur) og Kristján Örn Kristjánsson (AIX Pauc).

Íslenski hópurinn kemur saman í Reykjavík næstu helgi og æfir liðið á mánudag og þriðjudag. Leikurinn gegn Litháen fer fram miðvikudaginn 4. nóvember í Laugardalshöll, áhorfendur verða ekki leyfðir en RÚV verður með beina útsendingu frá leiknum.