A landslið karla | Breyting á landsliðshóp

Ómar Ingi Magnússon leikmaður Magdeburg hefur dregið sig úr landsliðshópi Íslands fyrir leikina gegn Ísrael og Eistlandi af persónulegum ástæðum.

Í hans stað hefur Guðmundur Þórður Guðmundsson kallað á Kristján Örn Kristjánsson leikmann Pays d’Aix UC í Frakklandi. Kristján Örn hefur leikið 19 landsleiki og skorað í þeim 19 mörk.