HSÍ stendur fyrir blaðamannafundi á hóteli íslenska karlalandsliðsins í handbolta í Malmö í Svíþjóð nú klukkan 12.

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari íslenska landsliðsins situr fyrir svörum ásamt þremur leikmönnum liðsins, Aroni Pálmarssyni, Arnóri Þór Gunnarssyni og Janusi Daða Smárasyni verða allir á fundinum.

Blaðamannafundinum verður streymt í beinni vefútsendingu  á ruv.is og má sjá hana í spilaranum hér fyrir ofan. Fundurinn hefst sem áður segir klukkan 12:00.