A landslið karla | Austuríki – Ísland í dag kl. 16:00

Strákarnir okkar mæta Austurríki í dag í fyrri viðureign liðanna í umspili um laust sæti á HM 2023 sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð í janúar á næsta ári. Liðin mætast í Bregenz og hefst leikurinn kl. 16:00, RÚV verður með sérstaka upphitun í beinni útsendingu frá 15:40.

Landsliðið kom saman í Bregenz sl. mánudag og hefur undirbúið að krafti síðan þá. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi leiksins en að sjálfsögðu er stefnan sett á HM í janúar á næsta ári.

Liðin mætast öðru sinni á laugardag á Ásvöllum í Hafnarfirði en leikurinn hefst kl. 16:00. Uppselt er á leikinn en hann verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á RÚV.