Geir Sveinsson þjálfari A landsliðs karla hefur kallað tvo leikmenn inn í æfingahóp liðsins fyrir leikinn gegn Úkraínu á sunnudaginn.

Þetta eru þeir Atli Ævar Ingólfsson (IK Savehof) og Ágúst Elí Björgvinsson (FH).

Liðið ferðast heim til Íslands í dag.