Á blaðamannafundi nú í hádeginu tilkynnti Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ að Aron Kristjánsson hefði óskað eftir því að láta af störfum sem þjálfari A landsliðs karla.

Guðmundur fór lauslega yfir störf Arons fyrir sambandið og þakkaði honum fyrir gott samstarf, þá fór Aron yfir Evrópumótið í Póllandi og þau miklu vonbrigði sem fylgdu því að ná ekki lengra í mótinu.

Aron tók við íslenska landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni eftir Ólympíuleikana í London 2012. Undanfarin 4 ár hefur Aron farið með liðið öll stórmót sem hafa verið í boði og stendur uppúr árangur liðsins á EM í Danmörku 2014, en þar endaði liðið í 5. sæti.

Handknattleikssamband Íslands þakkar Aroni fyrir vel unnin störf.