Strákarnir okkar mæta Portúgal öðru sinni í kvöld í Kaplakrika kl.19.30. Þetta er seinasta leikur liðsins hér heima áður en það heldur til Þýskalands í lokaundirbúning fyrir EM í Póllandi.

Nokkrir leikmenn verða hvíldir í kvöld hjá íslenska liðinu, en enga síður verður það sterkt lið sem mætir til leiks.

Þeir Stephen Nielsen, Janus Daði Smárason og Adam Haukur Baumruk leika sinn fyrsta landsleik í kvöld.