A landslið karla | Allir neikvæðir

Strákarnir okkar ásamt starfsfólki landsliðsins sem dvelur saman í Hannover í Þýskalandi þurfti að fara í PCR próf í fyrradag. Alþjóðahandknattleikssambandið hefur sett þátttöku þjóðum á HM í handbolta ákveðnar kröfur er varðar skimanir og ein af þeim var að skima alla áður en haldið væri með liðið til Svíþjóðar.

Niðurstöður prófanna hafa allar skilað sér og eru strákarnir okkar og allt starfsfólk landsliðsins neikvætt.

Fyrsti leikur liðsins er á fimmtudaginn er Ísland mætir Portúgal og hefst leikurinn 19:30 og verður í beinni útsendingu á RÚV.