A landslið karla | Ágúst Elí kallaður til Gautaborgar

Guðmundur Guðmundsson hefur kallað Ágúst Elí Björgvinsson til Gautaborgar og tekur hann þátt í sinni fyrstu æfingu með liðinu í dag. Ágúst Elí er leikmaður Ribe Esbjerg í Danmörku og hefur hann leikið 47 landsleiki og skorað í þeim 2 mörk.