A landslið karla | Æft í keppnishöllinni í dag

Strákarnir okkar héldu undirbúningi sínum áfram í dag fyrir EM. Dagurinn hófst á enn einu PCR testinu ásamt morgunmat. Svo kallaði Guðmundur landsliðsþjálfari hópinn á myndbandsfund áður en haldið var af stað á æfingu. Æfingin fór fram í hinni stórglæsilegu New Budapest Arena og gekk æfingin vel. Höllin stórglæsileg sem rúmar 20.000 áhorfendur í sæti. Dagurinn endaði svo á kvöldmat á hótelinu og stuttum liðsfundi. Andinn og stemningin í hópnum er mjög góð og tilhlökkun og hungrið mikið fyrir leiknum á morgun gegn sterku liði Portúgals. Leikurinn hefst kl.19:30 að íslenskum tíma og verður fjallað meira um hann á morgun á miðlum HSÍ.