Geir Sveinsson landsliðsþjálfari hefur valið 23 leikmenn til undirbúnings fyrir HM í Frakklandi.

Ísland hefur leik 12. janúar þegar það mætir Spánverjum í Metz.

Áður mun liðið spila þrjá vináttulandsleiki í Danmörku.

Hluti hópsins hóf æfingar í gær, miðvikudag en allt liðið kemur saman til æfinga mánudaginn 2.janúar nk.


Leikmannahópur Íslands:

Markmenn

Aron Rafn Eðvarðsson / SG BBM Bietigheim / 65 leikir / 4 mörk

Björgvin Páll Gústavsson / Die Bergische Handball Club / 180 leikir / 4 mörk

Sveinbjörn Pétursson / Stjarnan / 8 leikir

Línumenn

Arnar Freyr Arnarsson / IFK Kristianstad / 4 leikir

Bjarki Már Gunnarsson / EHV Aue / 49 leikir / 12 mörk

Kári Kristján Kristjánsson / ÍBV / 113 leikir / 138 mörk

Vignir Svavarsson / HC Midtjylland ApS / 232 leikir / 262 mörk

Vinstri hornamenn

Bjarki Már Elísson / Fuchse Berlin / 22 leikir / 43 mörk

Guðjón Valur Sigurðsson / Rhein-Neckar Löwen / 325 leikir / 1717 mörk

Stefán Rafn Sigurmannsson / Aalborg Håndbold / 56 leikir / 64 mörkHægri hornamenn


Arnór Þór Gunnarsson / Die Bergische Handball Club / 63 leikir / 147 mörk

Guðmundur Árni Ólafsson / Haukar / 13 leikir / 25 mörkVinstri skytttur


Aron Pálmarsson / MKB Veszprém KC / 109 leikir / 426 mörk

Guðmundur Hómar Helgason / Cesson Rennes / 16 leikir / 4 mörk

Ólafur Andrés Guðmundsson / IFK Kristianstad / 73 leikir / 78 mörk

Tandri Konráðsson / Skjern Håndbold / 17 leikir / 7 mörkLeikstjórnendur


Arnór Atlason / Aalborg Håndbold / 184 leikir / 420 mörk

Gunnar Steinn Jónsson / IFK Kristianstad / 27 leikir / 20 mörk

Janus Daði Smárason / Haukar / 2 leikirHægri skyttur


Ásgeir Örn Hallgrímsson / Nimes / 234 leikir / 404 mörk

Geir Guðmundsson / Cesson Rennes / Nýliði

Ómar Ingi Magnússon / Aarhus Håndbold / 2 leikir / 1 mark

Rúnar Kárason / TSV Hannover/Burgdorf / 71 leikur / 153 mörk