A landslið karla | Æfingahópur HM 2023

Í dag kl. 11:00 mun Guðmundur Guðmundsson tilkynna á blaðamannafundi hvaða leikmenn hann velur til æfinga fyrir HM 2023 sem haldið verður í Svíþjóð og Póllandi. Fundinum verður streymt á RÚV.is og Visir.is og mun handbolti.is vera með textalýsingu af fundinum.

Landsliðið kemur saman til æfinga á Íslandi 2. janúar og strákarnir okkar halda svo til Þýskalands 6. janúar. Liðið leikur tvo vináttulandsleiki í gegn Þýskalandi 7. og 8. janúar í Bremen og Hannover áður en haldið verður til Kristianstad í Svíþjóð.

Leikir Íslands í riðlakeppni HM 2023 eru eftirfarandi:

12. janúar Ísland – Portúgal kl. 18:30

14. janúar Ísland – Ungverjaland kl. 18:30

16. janúar Ísland – Suður Kórea kl. 16:00