Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur valið 20 manna landsliðshóp til undirbúnings fyrir HM í Katar sem fram fer í janúar.

Liðið kemur saman til æfinga 30.desember nk. Þá mun liðið leika 2 vináttulandsleiki við Þjóðverja í Laugardalshöll í byrjun janúar og miðasala er hafin á midi.is. Liðið tekur svo þátt í æfingarmóti í Danmörku 9.-11. janúar. Fyrsti leikur Íslands á HM er gegn Svíþjóð föstudaginn 16.janúar.

Leikir Íslands gegn Þjóðverjum verða:

Sunnudagur 4.janúar kl.16.00

Mánudagur 5.janúar kl.19.30

Ólafur Gústafsson gefur ekki kost á sér að þessu sinni vegna meiðsla.


Hópurinn er eftirfarandi:

Markmenn:

Aron Rafn Eðvarðsson, Eskilstuna Guif

Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club

Aðrir leikmenn:

Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen

Arnór Atlason, St. Raphael

Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club

Aron Pálmarson, THW Kiel

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes

Bjarki Már Gunnarsson, Aue

Guðjón Valur Sigurðsson, Barcelona

Guðmundur Árni Ólafsson, Mors Thy Handball

Gunnar Steinn Jónsson, Vfl Gummersbach

Kári Kristján Kristjánsson, Valur

Róbert Gunnarsson, Paris Handball

Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf

Sigurbergur Sveinsson, HC Erlangen

Snorri Steinn Guðjónsson, Selestat Alsace HB

Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen

Sverre Andreas Jakobsson, Akureyri

Tandri Konráðsson, Ricoh HK

Vignir Svavarsson, HC Midtjylland ApS