Strákarnir okkar töpuðu öðrum leiknum í röð á móti Þýskalandi fyrr í dag.

Íslenska liðið var tveimur til þremur mörkum undir nánast allan fyrri hálfleikinn eða þar til Þjóðverjar tóku hreinlega yfir um miðbik hálfleiksins og fóru með fimm marka forystu inn í hálfleik. Munurinn jókst svo jafnt og þétt í seinni hálfleik. Varnarleikur þýska liðsins reyndist okkar mönnum erfiður í dag sem og markvarsla Evrópumeistaranna. Lokatölur 30 – 21.

Þess ber að geta að Guðjón Valur Sigurðsson varð í dag markahæsti landsliðsmaður heims frá upphafi með 1.798 mörk. Við óskum fyrirliðanum hjartanlega til hamingju með þetta magnaða afrek og þökkum kærlega Ívari Benediktssyni, blaðamanni Morgunblaðsins, fyrir halda þessum upplýsingum til haga.

Markarskorar Íslands:

Ólafur Andrés Guðmundsson 6, Ómar Ingi Magnússon 3, Arnór Þór Gunnarsson 3, Arnar Freyr Arnarsson 3, Guðjón Valur Sigurðsson 2, Bjarki Már Elísson 2, Janus Daði Smárason 1, Kári Kristján Kristjánsson 1.

Ágúst Elí Björgvinsson varði 5 skot og Björgvin Páll Gústavsson varði 3.