A landslið karla tapaði með 7 marka mun fyrir Þjóðverjum í kvöld í vináttulandsleik í Stuttgart.

Íslenska liðið hóf leikinn af krafti og var tveimur mörkum yfir eftir 10 mínútna leik en þá tóku Þjóðverjar mikla rispu og höfðu 7 marka forystu í hálfleik, 12-19.

Jafnvægi komst á í leiknum í síðari hálfleik og héldu Þjóðverjar þessu forskoti sínu allt til leiksloka, lokatölur 29-36.

Markaskorarar Íslands:

Ólafur Andrés Guðmundsson 7, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Aron Pálmarsson 5, Arnór Þór Gunnarsson 4, Arnar Freyr Arnarsson 4, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Ómar Ingi Magnússon 1, Janus Daði Smárason 1.

Ágúst Elí Björgvinsson varði 5 skot og Björgvin Páll Gústavsson varði 3 skot.

Strákarnir okkar virkuðu þreyttir í dag og eiga augljóslega töluvert inni. Við vonumst því eftir hörkuleik þegar liðin mætast aftur á sunnudaginn kl. 13.10. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á RÚV.