A landslið karla | 3 smit í leikmannahópi Íslands

Í morgun fóru strákarnir okkar í hefðbundið hraðpróf og PCR próf hjá mótshöldurum.

Við greiningu sýna komu í ljós 3 jákvæð sýni og eru viðkomandi leikmenn komnir í einangrum en með mjög lítil einkenni.
Leikmennir sem um ræðir eru Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson.

Ekki verður kallað á nýja leikmenn í leikmannahópinn að sinni.

Nánari upplýsingar verða gefnar á morgun, fimmtudag.