Leikurinn hófst með miklum látum og var boðið upp á markaveislu á fyrstu 5 mínútunum þar sem Guðjón Valur Sigurðsson fann sig vel í hraðarupphlaupunum. Serbarnir tóku þó frumkvæðið og náðu tveggja marka forystu eftir tíu mínútna leik. Íslenska liðið hélt þó sínu skipulagi áfram, jafnaði 8-8 á 17. mínútu og komst einu marki yfir þegar 10 mínútur vor eftir af fyrri hálfleik. Björgvin Páll lokaði markinu á þessum kafla. Þegar 5 mínútur lifðu af hálfleiknum var staðan 10-11 fyrir strákunum okkar og heimsmethafinn Guðjón Valur Sigurðsson kominn með 6 mörk. Leikurinn var í jafnvægi eftir það, jafnt á öllum tölum og liðin fóru jöfn inn í leikhlé 12-12.

 

Seinni hálfleikurinn hófst eins og fyrir hálfleikurinn endaði, í járnum. Aron Pálmarsson skoraði fyrsta mark íslenska liðsins eftir tveggja mínútna leik, 13-13. Innkoma Rúnars Kárasonar var mikilvæg, tvö mörk og fiskaður ruðningur á fyrstu 5 mínútunum. Strákarnir efldust með Björgvin Pál frábæran í markinu. Það komst taktur í sóknarleikinn og menn fóru að finna réttu færin. Ólafur Guðmundsson kom íslenska liðinu í fjögurra marka forystu eftir 42 mínútur og einbeitingin skein úr andlitum strákana okkar. Serbarnir neituðu þó að gefast upp og náðu smátt og smátt að koma sér inn í leikinn aftur, 19-21 eftir 45 mínútur. Serbarnir gengu á lagið og jöfnuðu 23-23 á meðan íslenska liðið tapaði of mörgum boltum. Spennan í algleymingi þegar að 10 mínútur lifðu af leiknum. Serbarnir tóku forystu, 25-24, þegar að 8 mínútur voru til leiksloka, þá tók fyrirliðinn af skarið og jafnaði 25-25. Svakalegar lokamínútur framundan. Varnarleikurinn batnaði ekki hjá strákunum okkar, Serbarnir hins vegar óx ásmegin, vörnin hélt og Cupara lokaði markinu, 29-26 þegar 1 mínúta var eftir.

Serbunum vantaði því aðeins eitt mark til að senda strákana okkar heim. Geir Sveinsson tók leikhlé þegar að 30 sekúndur lifðu af leiknum. Síðasta sókn strákana okkar var ekki góð og við töpuðum boltanum. Serbarnir tóku leikhlé, stilltu upp en náðu ekki að koma boltanum framhjá Bjögga og því enn von fyrir íslenska liðið að halda áfram upp í milliriðla, en til þess að það gerist þarf Króatía að vinna Svía í leik sem hefst kl. 19.30 á RÚV 2.

Lokatölur 29-26 Serbum í vil.


Markarskorar Íslands:

Guðjón Valur Sigurðsson 7, Aron Pálmarsson 4, Ólafur Andrés Guðmundsson 4, Kári Kristján Kristjánsson 4, Arnór Þór Gunnarsson 3/2, Rúnar Kárason 3.

Björgvin Páll Gústavsson varði 13 skot.