A landslið karla | 19 leikmenn í æfingahóp fyrir HM

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið 19 manna æfingahóp fyrir HM 2023 sem fer fram í Svíþjóð og Póllandi í janúar nk.

Liðið kemur saman til æfinga hér heima 2. janúar og heldur til Þýskalands þriðjudaginn 6. janúar en þar leikur liðið tvo vináttulandsleiki gegn heimamönnum 7. og 8. janúar.

Strákarnir okkar halda til Svíþjóðar 10. janúar og þar heldur undirbúningur liðsins áfram.

Leikir Íslands í riðlakeppni HM 2023 eru eftirfarandi:
12. janúar Ísland – Portúgal kl. 19:30
14. janúar Ísland – Ungverjaland kl. 19:30
16. janúar Ísland – Suður Kórea kl. 17:00

Æfingahópur Íslands er eftirfarandi í stafrófsröð eftir stöðum:

Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe Esbjerg (47/2)
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (244/16)
Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (35/1)

Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (91/291)
Hákon Daði Styrmisson, Vfl Gummersbach (8/25)

Vinstri skytta:
Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (158/618)
Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg (9/17)
Ólafur Andrés Guðmundsson, GC Amicitia Zürich (137/269)

Leikstjórnendur:
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (54/140)
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (39/76)
Janus Daði Smárason, Kolstad Håndball (58/83)

Hægri skytta:
Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix UC (21/29)
Ómar Ingi Magnússon,Magdeburg (66/216)
Viggó Kristjánsson, SC Leipzig (33/76)

Hægra horn:
Óðinn Þór Ríkharðsson, Katteden Schaffhausen (16/55)
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Håndball (49/127)

Línumenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (71/81)
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (23/30)
Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (64/34)