A kvenna | Úrslitaleikur Forsetabikarsins í dag!

Stelpurnar okkar leika úrslitaleik Forsetabikarsins í dag gegn Kongó í Frederikshavn. Kongó tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með sigri á Chile en Ísland vann Kína. Lið Kongó er líkt og íslenska liðið taplaust í Forsetabikarnum. Úrslitaleikurinn hefst kl. 19:30 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Íslenska liðið hefur nýtt daginn vel til að undirbúa sig fyrir leikinn. Hjörtur styrktarþjálfari stýrði í morgun góðri æfingu og síðan hafa þær Tinna og Jóhanna sjúkraþjálfarar tryggt stelpunum góða endurheimt. Þjálfarateymið fundaði með liðinu eftir hádegi í dag og setti línurnar fyrir kvöldið.

Stelpurnar okkar eru klárar í úrslitaleikinn.

Áfram Ísland!!