A kvenna | Úrslitaleikur á morgun

Stelpurnar okkar hafa nýtt daginn vel til að undirbúa sig fyrir úrslitaleik Forsetabikarsins á morgun þegar þær leika gegn Kongó. Dagurinn var nýttur í góða styrktaræfingu, fundarhöld ásamt meðhöndlun hjá sjúkraþjálfurum liðsins. Góð einbeiting er í hópnum að klára fyrsta stórmótið frá 2012 með góðum sigri.

Leikurinn gegn Kongó á morgun hefst kl. 19:30 og verður í beinni útsendingu á RÚV.