A kvenna | Ungverjaland – Ísland á morgun kl. 16:15

Stelpurnar okkar héldu í dag undirbúningi sínum áfram fyrir síðari umspilsleik sinn gegn Ungverjum um laust sæti á HM 2023. Liðið dvelur í úthverfi Búdapest í góðu yfirlæti og hefur dagurinn í dag farið í fundi með þjálfarateyminu, meðhöndlun hjá sjúkraþjálfum liðsins og svo seinni partinn í dag æfði liðið í keppnishöllinni.

Leikurinn á morgun hefst kl. 16:15 og verður í beinni útsendingu á RÚV.