A kvenna | Tveir leikir gegn Ísrael á Ásvöllum

A landslið kvenna leikur tvo leiki gegn Ísrael helgina 5. og 6. nóvember í forkeppni fyrir HM 2023. Ákveðið hefur verið að báðir leikir liðanna fari fram hér á landi.

Leikirnir hefjast kl. 16:00 bæði laugardag og sunnudag og fara þeir fram að Ásvöllum í Hafnarfirði. Bein útsending verður frá leikjunum á RÚV.