A kvenna | Tap gegn Frakklandi

Stelpurnar okkar mættu Ólympíumeisturum Frakklands í kvöld í öðrum leik Íslands í D-riðli HM 2023. Frakkland byrjaði af miklum í kvöld og náðu öruggri forustu strax í upphafi leiks. Í háflleik var staðan 20 – 10 Frakklandi í vil.

Íslenska liðið mætti sterkara til leiks í síðari hálfleik og voru vel studdir af fjölmörgum íslendingum á leiknum.  Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður liðsins  stóð sig frábærlega í kvöld og varði m.a. fjögur vítaskot  og var hún valin besti leikmaður leiksins af mótshöldurum. Leikurinn endaði með 31 – 22 sigri Frakklands.

Mörk Íslands í kvöld skoruðu:
Sandra Erlingsdóttir 7, Thea Imani Sturludóttir 3, Lilja Ágústsdóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 1, Díana Dögg Magnúsdóttir 1, Þórey Anna Stefánssdóttir 1, Elín Rósa Magnúsdóttir 1, Katrín Tinna Jensdóttir 1, Perla Ruth Albertsdóttir 1°og Andrea Jacobsen 1 mark.

Elín Jóna Þorsteinsdóttir 14 varðir boltar.

Stelpurnar okkar leika gegn Angóla á mánudaginn og hefst leikurinn kl. 17:00

Ljósmyndir https://www.instagram.com/handballfoto