A kvenna | Stórsigur gegn Grænlandi í kvöld

Ísland lék í dag sinn fyrsta leik í Forsetabikarnum í Frederikshavn þegar þættu mættu liði Grænlands. Jafnræði var með liðunum fyrstu tíu mínútur leiksins og eftir það voru stelpurnar okkar með algjöra yfirburði á vellinum. Hálfleikstölur voru 19 – 8.

Yfirburðir Íslands héldu áfram í síðari hálfleik og fengu allir leikmenn töluverðan spíltíma í dag. Leiknum lauk með 23 marka sigri Íslands 37 – 14.

Mörk Íslands í kvöld skoruðu:
Þórey Anna Ásgeirsdóttir 10, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Hildigunnur Einarsdóttir 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 3, Thea Imani Sturludóttir 3, Katla María Magnúsdóttir 2, Andrea Jacobsen 2, Lilja Ágústsdóttir 1, Elísa Elíasdóttir 1, Hafdís Renöturdóttir 1, Elín Rósa Magnúsdóttir 1, Elín Jóna Þorsteinsdóttir 1 og Sandra Erlingsdóttir 1 mark.

Hafdís Renötudóttir varði 10 skot í kvöld og Elín Jóna Þorsteindóttir 4 skot.

Næsti leikur Íslands er á laugardaginn kl. 17:00 þegar leikir verður gegn Paragvæ.