A kvenna | Stelpurnar okkar á leiðinni á HM

Alþjóðahandknattleikssambandið (IHF) tilkynnti í morgun hvaða tvö lið fengju boðssæti á HM 2023 sem spilað verður í Noregi, Svíþjóð og Danmörk í desember. Stelpurnar okkar fengu úthlutað sæti á HM ásamt Austurríki og eru þær því á leið á sitt fyrsta stórmót síðan 2012. Íslenska liðið lék í umspili gegn Ungverjalandi um laust sæti á HM í vor.

Ísland verður í fjórða og neðsta styrkleikaflokki, dregið verður í riðla 6. júlí nk.

Þetta eru frábær tíðindi fyrir íslenskan handbolta og á næstu dögum mun HSÍ tilkynna fyrirkomulag miðasölu á mótið í samstarfi við Icelandair.