A kvenna | Stelpurnar komnar til Lúxemborg

A landslið kvenna ferðaðist í dag til Lúxemborg en þær leika gegn heimastúlkum á miðvikudaginn. Leikurinn er næst síðasti leikur liðsins í undankeppni EM 2024. Landsliðið flaug með Icelandair í morgun til Brussel og þaðan ferðaðist liðið með rútu í þrjá klukkutíma til Lúxemborg. Liðið dvelur á góðu hóteli rétt við landamæri Frakklands og Belgíu.

Seinni partinn í dag æfðu stelpurnar í æfingahöll við hlið hótelsins og var það Jóhanna Björk Gylfadóttir, sjúkraþjálfari liðsins sem sá um að stjórna æfingunni eftir langt ferðalag. Andinn er góður í hópnum og allir leikmenn liðsins eru heilir heilsu. Á morgun mun liðið æfa tvisvar ásamt að funda með þjálfarateymi liðsins.

Leikurinn gegn Lúxemborg á miðvikudaginn hefst 16:45 og verður í beinni útsendingu á RÚV.