A kvenna | Stelpurnar komnar til Frederikshavn

Gærdagurinn fór í ferðalög hjá kvennalandsliðinu en þær flugu snemma frá Stavanger yfir til Kaupmannahafnar. Þaðan var flogið áfram til Álaborgar og svo tók við um klukkutíma löng rútuferð til Frederikshavn.

Leikjadagskrá liðsins í Forsetabikarnum er eftirfarandi:

fimmtudaginn 7. des kl 17:00 Ísland – Grænland
laugardaginn 9. des 17:00  Ísland – Paragvæ
mánudaginn 11. des 17:00  Ísland – Kína