A kvenna | Sigur gegn Parargvæ

Stelpurnar okkar léku í kvöld gegn Paragvæ í öðrum leik þeirra í riðlakeppni Forsetabikarsins. Stelpurnar náðu strax góðum tökum á leiknum og höfðu frumkvæðið allan tímann. Staðan í hálfleik var 13-9. Munurinn hélst að mestu áfram og náðu stelpurnar að bæta aðeins í muninn í lokin og unnu sannfærandi sigur, 25-19.

Mörk Íslands í kvöld:

Perla Ruth Albertsdóttir 7, Sandra Erlingsdóttir 5, Elísa Elíasdóttir 3, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 2, Díana Dögg Magnúsdóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Thea Imani Sturludóttir 2, Elín Rósa Magnúsdóttir 1 og Sunna Jónsdóttir 1

Varin skot:

Hafdís Renötudóttir 19.

Næsti leikur hjá stelpunum er gegn Kína. Sá leikur fer fram á mánudag kl.17.00.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.