A kvenna | Síðustu leikir liðsins í undankeppni EM framundan

Stelpurnar eiga fyrir höndum tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM 2024 en með sigrum þar tryggja þær sér sæti á EM sem verður haldið í lok árs í Sviss, Austurríki og Ungverjalandi. Fyrri leikur liðsins verður í Lúxemborg miðvikudaginn 3. apríl kl. 16:45. Síðari leikurinn, og sá síðasti í þessari undankeppni, verður að Ásvöllum sunnudaginn 7. apríl kl. 16:00. Frítt er á leikinn í boði Icelandair. Báðir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu hjá RÚV.

Liðið æfir saman hér á landi þar til hópurinn heldur til Lúxemborg á mánudaginn.