A kvenna | Síðasti leikur riðlakeppni HM er á morgun

Stelpurnar okkar hafa nýtt daginn vel til að undirbúa sig fyrir síðasta leik sinn í riðlakeppni HM sem fram fer á morgun þegar Ísland mætir Angóla.

Hópurinn fékk að sofa örlítið lengur í morgun og eftir góðan morgunmat var gengið að vatni í grennd við hótelið þar sem íslenska liðið hefur dvalið síðustu daga.

Fjölmiðlar fengu viðtalstíma eftir hádegismat í dag og er frábært að fylgjast með þeirri miklu og vandaðri umfjöllun sem stelpurnar okkar fá. Þær æfa þessa stundina og svo í kvöld er liðsfundur þar sem þjálfarateymið leggur línurnar gegn Angóla.

Ísland – Angóla er á morgun kl. 17:00, í beinni á RÚV.