A kvenna | Róleg heit í Frederikshavn

Dagurinn í dag hjá stelpunum okkar hefur verið notaður í endurheimt jafnt andlega- sem og líkamlega. Hjörtur Hinriksson, styrktarþjálfari bauð að venju upp á frábæra æfingu í morgun og eftir hádegi fundaðu leikmenn og þjálfarar. Þar var síðasti leikur gerður upp og byrjað að spá í næsta andstæðing.
Blaðamenn Handbolti.is og mbl.is tóku viðtöl við nokkra leikmenn á hótelinu í dag.

Seinni partinn í dag fóru hópurinn saman á leik upp í höllinni, Holland – Spánn.  
Kvöldinu verður svo lokað á  spurningakeppni sem sjúkraþjálfarar liðsins þær Tinna Jökulsdóttir og Jóhanna Gylfadóttir hafa útbúið og er mikil spenna í loftinu.

Undanúrslitaleikur Forsetabikarsins fer fram á morgun þegar Ísland mætir Kína kl. 17:00.
Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV.