A kvenna | Pakkaferðir á Stelpurnar okkar í Austurríki

Nú verður EM kvenna í handbolta haldið í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss frá 28. nóvember til 15. desember. Stelpurnar okkar munu spila í Olympia Hall í Innsbruck. Ísland mætir Hollandi 29. nóvember, Úkraínu 1. desember og Þýskalandi 3. desember.  

Tveir frábærir handboltapakkar hjá Icelandair – innifalið flug til og frá München og dagspassar á leiki Íslands í Olympia Hall. Val um þrjá leiki eða fyrstu tvo leiki Íslands. Frábært tækifæri til þess að upplifa háspennustemningu og skella sér á leikina.

Upplýsingar um pakkaferðirnar má sjá hér:
Tveggja leika pakkaferð: https://www.icelandair.com/is/pakkaferdir/em_kvenna_tveir_leikir/

Þriggja leika pakkaferð:
https://www.icelandair.com/is/pakkaferdir/em_kvenna_thrir_leikir/

Fjölmennum til Austurríkis og styðjum stelpurnar okkar á EM!