A kvenna | Létt yfir stelpunum okkar

Kvennalandsliðið fundaði og æfði svo seinni partinn í dag. Þegar í höllina var komið var byrjað að ræða við þá fjölmiðla sem standa vaktina hér í Forsetabikarnum. Eftir með hópnum eru mbl.is og handbolti.is. Við erum þeim þakklát að fylgja liðinu áfram hingað til Frederikshavn.

Æfingin tók svo við sem var í léttari kantinum en Tinna Jökulsdóttir sjúkraþjálfari og Ágúst Jóhannsson aðstoðarþjálfari stýrðu æfingunni saman. Leikir og keppnir voru í aðal hlutverki og vantaði ekki neitt upp á keppnisskapið né gleðina hjá stelpunum.

Á morgun leika stelpurnar okkar við Paragvæ og hefst leikurinn kl. 17:00 í beinni útsendingu á RÚV.