A kvenna | Leikdagur hjá stelpunum okkar

Ísland mætir ólympíumeisturum Frakka í dag á HM 2023 í Stavanger. Leikurinn er annar leikur Íslands í D-riðli og hefst kl. 17:00 og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Stelpurnar okkar tóku létta styrtaræfingu í morgun og þjálfarateymið fundið svo með þeim fyrir hádegismat. Það er spenna og eftirvænting í liðinu að halda þáttöku sinni áfram í dag. Stuðningsmenn Íslands hér í Stavanger ætla að hittast á Bevery Hills Fun Club kl. 14:00.

Boozt einn af aðalbakjörlum HSÍ hefur ákveðið af tilefni þáttöku A landsliðs kvenna á HM að setja auka 10% afsláttarkóða fyrir stuðningsfólk Íslands. Kóðinn er ISHM-10 og gildir hann til 11. desember.

*Afsláttarkóðinn gildir til og með 11.12.2023 á kaup yfir 10.000 kr. Gildir ekki á gjafakort og ekki hægt að sameina kóðann með öðrum afsláttarkóðum. Sum vörumerki gætu verið útilokuð.